1.3 Uppbygging svæðis- skipulagsins

Svæðisskipulagið inniheldur átta kafla, kort og skýringarmyndir, ljósmyndir og vísar á ýmis ítargögn og upplýsingar.

Í þessum fyrsta kafla er hlutverki,viðfangsefnum og mótun svæðis­skipulagsins lýst.

Í öðrum kafla er fjallað um þær áskoranir sem svæðisskipulagið tekst á við. Síðan er dregin upp framtíðarsýn fyrir Austurland sem lýsir heildarmynd af landshlutanum út frá umhverfi, atvinnulífi, samfélagi og menningu.  Sýnin er nánar útfærð með megin­markmiðum fyrir þessi fjögur svið, undir kjörorðunum:

  • Austurland – góð heimkynni
  • Austurland – svæði sóknarfæra
  • Austurland – sterkt samfélag
  • Austurland – ævintýri líkast

Í þriðja til sjötta kafla er sett fram stefna fyrir hvert svið í formi markmiða fyrir einstök viðfangsefni og leiða að þeim. Síðan eru settar fram skýringar við stefnuna.

Í sjöunda kafla eru lagðar línur fyrir framfylgd svæðisskipulagsins.

Í áttunda kafla er samantekt um umverfismat svæðisskipulagsins en umhverfismatsskýrsla er í fylgiskjali.7

Aftast í skjalinu er listi yfir umsagnar­aðila.

Kort og skýringamyndir í skjalinu sýna ýmist núverandi stöðu eða lýsa áherslum um framtíðarþróun til skýr­ingar við markmið, sbr. myndatexta undir hverri mynd. Ljósmyndir eru notaðar til að draga sérkenni Austurlands sem best fram.

Svæðisskipulaginu fylgir vefsjá með ýmsum gögnum sem nýtt voru við gerð þess og verða nýtt við framfylgd stefnunnar.8

  • 7 Sbr. lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.