Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044
Sameiginleg framtíðarsýn Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps fyrir Austurland til ársins 2044.

Tilgangur svæðisskipulagsins er að samstilla stefnu sveitarfélaganna á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar og tryggja þar með sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag.

Góð heimkynni
Á Austurlandi verða áfram góð heimkynni. Umhverfið, hið manngerða sem og náttúrulega, verður heilnæmt, vistvænt og öruggt. Það verður gott að búa á Austurlandi og eftirsóknarvert að sækja það heim.
Skoða nánar
Svæði sóknarfæra
Austurland eflist sem svæði sóknarfæra þar sem blómlegt atvinnulíf nýtir auðlindir Austurlands á sjálfbæran hátt í sátt við samfélagið og nýsköpun, þekking og rannsóknir verða æ styrkari grundvöllur atvinnusköpunar og framþróunar.
Skoða nánar
Sterkt samfélag
Á Austurlandi verður samheldið og fjölbreytt samfélag fólks sem hefur tækifæri til að nýta og þróa þekkingu sína, býr við örugga heilbrigðisþjónustu og heilsueflandi umhverfi.
Skoða nánar
Ævintýri líkast
Austurland verður áfram sem ævintýri líkast. Blómlegt menningarlíf og góðar aðstæður fyrir fjölbreyttar íþróttir og margskonar útivist gerir landshlutann að spennandi stað til að búa á, starfa í og heimsækja.
Skoða nánarSamstarfsaðilar
Algengar spurningar
Hér má finna algengar spurningar um Svæðisskipulag Austurland og svör við þeim.
-
Hvað er Svæðisskipulag Austurlands?
Markmið sveitarfélaga á Austurlandi er að landshlutinn verði sífellt eftirsóknarverðari til búsetu, starfa og ferðalaga. Svæðisskipulagi Austurlands er ætlað að stuðla að þessu markmiði með því að samstilla stefnu sveitarfélaganna á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar. Sjá kafla 1.1.
-
Hver bjó það til?
Mótun þeirrar framtíðarsýnar sem finna má í svæðisskipulaginu var á höndum svæðisskipulagsnefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Hún var skipuð tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi Austurlands og einum fulltrúa frá Ferðamálasamtökum Austurlands. Austurbrú stýrði verkefninu fyrir hönd SSA og naut liðsinnis ráðgjafafyrirtækisins Alta.
Sjá nánar í kafla 1.4.
-
Hvaða máli skiptir það?
Svæðisskipulagið tekst á við helstu áskoranir sem landshlutinn mun standa frammi fyrir í náinni framtíð. Þær snúast um að takast á við loftslagsbreytingar með sjálfbærri nýtingu auðlinda, að styrkja mannauð og efla nýsköpun, efla samvinnu á milli sveitarfélaga, íbúa og fyrirtækja og stofnana samfélagsins, stuðla að lýðfræðilegu jafnvægi og góðu heilsufari íbúa. Tilgangur svæðisskipulagsins er að tryggja sjálfbæra þróun samfélagsins á Austurlandi komandi kynslóðum í hag.
Sjá nánar í kafla 2.0.
-
Hvernig verður því framfylgt?
Svæðisskipulaginu verður framfylgt með skipulags- og aðgerðaáætlunum hvers sveitarfélags og stoðstofnana þeirra. Það er þó á ábyrgð alls samfélagsins að ná markmiðum svæðisskipulagsins og munu sveitarfélög, samtök, fyrirtæki, félög og stofnanir í landshlutanum eiga í nánu samstarfi um framfylgd þess.
Sjá nánar í kafla 7.1.