Ævintýri líkast

Austurland verður áfram sem ævintýri líkast. Blómlegt menningarlíf og góðar aðstæður fyrir fjölbreyttar íþróttir og margskonar útivist  gerir landshlutann að spennandi stað til að búa á, starfa í og heimsækja.

Þessum árangri ætla sveitarfélögin á Austurlandi að ná með því að vinna að sameiginlegum markmiðum sem falla undir:

3.1 Leiðangrar og upplifun
3.2 Listir og menningu
3.3 Útivist og íþróttalíf

Viðfangsefni markmiðanna snúa að því að Austurland sé:

Austurland Logo mark

Samfélag þar sem gestir eru vel­komnir og geta skyggnst inn í og verið þátttakendur í daglegu lífi íbúa.

Austurland Logo mark

Samfélag sem býður upp á fram­úr­skarandi aðstæður og fyrir­myndaraðstöðu til að iðka fjölbreytt lista- og menningarlíf.

Austurland Logo mark

Svæði þar sem eru framúrskarandi aðstæður til að njóta margs konar útivistar og fyrirmyndaraðstaða fyrir alls konar íþróttir.

6.1 Leiðangrar og upplifun

Vandað verður til verka í hönnun og uppbyggingu stærri og smærri áfangastaða um allt Austurland. Innviðir sem þjóna ferðamennsku verða styrktir og þróað verður net leiða fyrir fjölbreytta ferðamáta.

Viðfangsefni kaflans eru:

V. Ferðaauðlindir
X. Ferðaleiðir
Y. Áfangastaðir

Lesa nánar

6.2 Listir og menning

Hlúð verður að staðaranda og gróskumiklu menningarlífi og það nýtt til atvinnusköpunar. Rík áhersla verður lögð á aðlaðandi og lifandi umhverfi í bæjum sem bera blómstrandi menningunni vitni, menningarstofnanir og menningarhátíðir verða efldar.

Viðfangsefni kaflans eru:

Ý. Menningarlíf
Þ. Miðbæjarlíf

Lesa nánar

6.3 Útivist og íþróttalíf

Á Austurlandi verður aðstaða til heilsuræktar utandyra sem innandyra fjölbreytt og gott aðgengi tryggt að svæðum sem veita möguleika á útivist í nálægð við náttúruna. Valkostir til íþróttaiðkunar verða margir og fjölbreyttir. Íþróttamót styrkjast og hreystiverkefnum fjölgar.

Viðfangsefni kaflans eru:

Æ. Almenn útivistarsvæði
Ö. Útivistar- og íþróttasvæði til sérnota

Lesa nánar