7.3 Endurskoðun

Að loknum sveitarstjórnarkosningum, á fjögurra ára fresti, skal svæðisskipu­lagsnefnd koma saman og meta hvort ástæða sé til að endurskoða eða upp­færa svæðisskipulagið.

Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort t.d. landsskipulagsstefna, byggðaáætlun eða aðrar áætlanir kalli á endurskoðun svæðisskipulagsins, en jafnframt verður stefnu svæðisskipulagsins beint til ríkisvaldsins, eftir því sem við á. Enn fremur skal svæðisskipulagsnefnd taka tillit til þess hvort forsendur, t.d. efnhags­legar eða samfélagslegar, hafi breyst og hvort framfylgd svæðisskipulagsins hafi gengið eftir eins og að var stefnt.

Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs svæðis­skipulags væri að ræða, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Ef niðurstaða svæðisskipulagsnefndar er sú að svæðisskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar, heldur það gildi sínu. Tilkynna þarf Skipulagsstofnun um niðurstöðu svæðisskipulagsnefndar um hvort endurskoða beri svæðis­skipulagið eða ekki.

Óháð því hvort gerðar eru breytingar á svæðisskipulaginu eða ekki skulu sóknaráætlun landshlutans og aðrar aðgerðar- og þróunaráætlanir sveitar­félaga og stoðstofnanna þeirra endur­skoðaðar og uppfærðar reglulega í þeim tilgangi að ná fram markmiðum svæðisskipulagsins.