7.4 Mælikvarðar á árangur
Í kjölfar staðfestingar svæðisskipulagsins verða mælikvarðar sem samræmast markmiðum þess skilgreindir og þróaðir og ábyrgðaraðilar tilgreindir.
Það verður gert með hliðsjón af mælikvörðum sem þegar eru til í öðrum verkefnum á svæðis- og landsvísu. Þannig verði til yfirlit yfir þá vísa sem nýtast við eftirfylgni svæðisskipulagsins í viðbót við þá vísa sem sérstaklega verða þróaðir í tengslum við skipulagið sjálft.