Sterkt samfélag

Á Austurlandi verður samheldið og fjölbreytt samfélag fólks sem hefur tækifæri til að nýta og þróa þekkingu sína, býr við örugga heilbrigðisþjónustu og heilsueflandi umhverfi.

Þessum árangri ætla sveitarfélögin á Austurlandi að ná með því að vinna að sameiginlegum markmiðum sem falla undir:

5.1 Samvinnu og fjölbreytni
5.2 Þekkingu og nýsköpun
5.3 Öryggi og heilbrigði

Viðfangsefni markmiðanna snúa að því að Austurland sé:

Austurland Logo mark

Svæði þar sem sveitarfélög, fyrirtæki
og íbúar sameinast um að byggja
upp fjölbreytt og öflugt samfélag.

Austurland Logo mark

Svæði þar sem víðtæk þekking, skapandi hugsun og vaxandi nýsköpun einkennir öll svið samfélagsins.

Austurland Logo mark

Svæði þar sem að íbúar hafa gott aðgengi að grunnþjónustu, tækifærum til heilsueflingar og njóta góðrar heilbrigðisþjónustu.

5.1 Samvinna og fjölbreytni

Austurland verður opið og víðsýnt samfélag þar sem fjölmenning mun blómstra. Áfram verður lögð áhersla á samvinnu á milli sveitarfélaga og samráð innan þeirra. Íbúum á Austurlandi mun fjölga og jafnvægi verður náð í aldurssamsetningu og kynjaskiptingu samfélagsins.

Viðfangsefni kaflans eru:

P. Samvinna sveitarfélaga og samfélagsins
R. Fjölbreytni og fjölmenning

Lesa nánar

5.2 Þekking og nýsköpun

Austurland eflist sem þekkingar- og nýsköpunarsamfélag og aðgangur austfirskra sprota að fjármagni eykst. Möguleikum til náms á öllum skólastigum fjölgar og skapandi hugsun, forvitni og vilji til nýsköpunar einkennir starf menntastofnana í landshlutanum.

Viðfangsefni kaflans eru:

S. Nám og nýsköpun
T. Umhverfi nýsköpunar

Lesa nánar

5.3 Grunnþjónusta og heilbrigði

Heilbrigðisþjónusta og önnur grunnþjónusta í landshlut-anum verður öflug og framsækin. Stafrænum lausnum verður beitt til að leysa verkefni og líkamleg og andleg heilsa íbúa verður
metnaðarmál á Austurlandi.

Viðfangsefni kaflans eru:

U. Grunnþjónusta
Ú. Heilsuefling

Lesa nánar