close map info
  • Góð heimkynni
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    10.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Landsvirkjun, Alcoa Fjarðaál, Austurbrú


Sjálfbærnisverkefnið

Sjálfbærnisverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var komið á til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Vöktun hefur staðið yfir frá árinu 2007. Austurbrú hefur haldið utan um verkefnið frá árinu 2013.


  • Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    10.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Félag ungra bænda á Austurlandi, Búnaðarsamband Austurlands, Austurbrú


Vatnaskil

Í byrjun árs 2023 hófst vinna við verkefnið Vatnaskil hjá Austurbrú. Tilgangur þess er að efla nýsköpun og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi í dreifbýli á Austurlandi. Sérstök áhersla er lögð á að skapa tækifæri fyrir ungt fólk.


  • Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    10.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Múlaþing, Austurbrú


Uppbygging á Seyðisfirði

Markmið verkefnisins er að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði sem stendur frammi fyrir margþættum vanda í kjölfar hamfaranna í desember 2020. Verkefninu lýkur 2024.


  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    10.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Markaðsstofa Norðurlands, Austurbrú


Straumhvörf

Tilgangurinn Straumhvarfa er að nýta tækifæri sem felast í auknu millilandaflugi til Norður- og Austurlands og búa til nýjar vörur í ferðaþjónustu. Markmiðið er að koma á beinu millilandaflugi um Egilstaðaflugvöll og fjölga ferðamönnum á Austurlandi utan háannatíma með auknu framboði á gistingu og afþreyingu. Verkefnið nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fulltrúum sveitarfélaga.


  • Góð heimkynni
  • Á. Samgöngur
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    10.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Markaðsstofa Norðurlands, ISAVIA, Austurbrú


Efling Egilsstaðaflugvallar

Austurbrú vinnur að eflingu Egilsstaðaflugvallar í langtímaverkefni sem stutt er af sóknaráætlun Austurlands. Markmiðið er að nýta flugvöllinn til eflingar mannlífs og fjölgunar atvinnutækifæra á Austurlandi. Verkefnið er m.a. fólgið í þátttöku í ferðasýningum, fundum með ferðaskrifstofum, vinnslu kynningarefnis og undirbúningi FAM- og blaðamannaferða. Verkefnið samræmist öllum meginmarkmiðum svæðisskipulagsins en efling flugvallarins hefði gríðarleg áhrif á samgöngukerfi landshlutans sem og á þróun atvinnulífs.


  • Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    08.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Múlaþing, Fjarðabyggð, Austurbrú


Dagar myrkurs

Dagar myrkurs er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi sem hefur það að markmiði að leggja áherslu á viðburði sem hvetja til samveru en auka á sama tíma aðdráttarafl landshlutans fyrir ferðamenn. Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári í rúm 20 ár. Dagar myrkurs er samvinnuverkefni fyrirtækja, opinberra stofnanna, frjálsa félagasamtaka og íbúa. Austurbrú leiðir vinnuna en hátíðin sjálf er í höndum samfélagsins alls. Á árinu 2024 verður gerð ný aðgerðaráætlun fyrir Daga myrkurs þar sem helstu verkþættir eru kortlagðir og ábyrgðaraðilar tilgreindir.

Byggðahátíðin hefur marga snertifleti við áherslur svæðisskipulags Austurlands.


  • Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    08.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Markaðsstofur landshlutanna, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Múlaþing, Fjarðabyggð, Austurbrú


Útgáfa markaðsefnis og rekstur vef- og samfélagsmiðla

Austurbrú á og rekur ferðavefinn VisitAusturland og samfélagsmiðla honum tengdum. Þá er prentað upplýsingaefni (s.s. áfangastaðakort af Austurlandi og auglýsingar í útgefnum ferðablöðum) útbúið hjá Austurbrú en stofnunin annast grafíska hönnun þess og skipuleggur dreifingu allt árið um kring. Áherslur í efnisvali eru breytilegar yfir árið. Í byrjun árs eru áherslur veturs og vors í forgrunni, í mars er lögð áhersla á framboð afþreyingar á sumrin og í byrjun ágúst hefst markaðssetning á vetrarferðaþjónustu.

Útgefið prentað efni og vefmiðlun á VisitAusturland-vefnum er heildstæðasta upplýsingagjöf um áfangastaðinn Austurland sem völ er á. Þarna má finna upplýsingar um allt það helsta sem áfangastaðurinn Austurland hefur upp á að bjóða og tilgangur þessara verkefna er skýr og í samræmi við meginstefnu svæðisskipulagsins: að Austurland verði heilsársáfangastaður sem höfði jafnt til heimamanna og gesta og að markaðssetning landshlutans hafi sérkenni Austurlands sem leiðarljós.

Áherslur árins 2024 beinast að vetrarferðaþjónustu og upplýsingagjöf um framboð afþreyingar á svo nefndum axlartímabilum (s.s. utan háannatíma yfir sumarið). Kapp verður lagt á að fjölga fylgjendum á samfélagsmiðlum og auka virkni með innsetningu efnis, bæði kostuðu sem og ókostuðu, t.d. birtingu á blogggreinum, ljósmyndum o.fl. Eins og alltaf er lögð áhersla á að upplýsingarnar séu réttar og framreiddar á aðgengilegan og einfaldan máta. Þá verður upplýsingum sérstaklega beint að ferðamönnum sem líklegir eru til að nýta sér flug EasyJet til Akureyrar.

Markmið útgáfuverkefna og reksturs vef- og samfélagsmiðla eru vel skilgreinanleg og mælanleg. Hægt er að sjá nákvæmega heimsóknafjölda á síður okkar og hvort fylgjendum fjölgi. Þá fylgjumst við jafnframt með upplýsingum um fjölda gistinátta á Austurlandi.


  • Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Markaðsstofur landshlutanna, Íslandsstofa, Austurbrú


Ferðasýningar og samstarf við ferðaskrifstofur

Markmið verkefnisins er að markaðssetja Austurland til ferðaskrifstofa, bæði innan- og utanlands. Markmið þess er að efla og stækka tengslanet austfirskrar ferðaþjónustu og skapa ný tækifæri fyrir hana.

Meðal verkefna ársins 2024 eru: 

  • Mannamót (18. janúar)
  • Vinnustofa London (febrúar)
  • ITB Berlín (5.-7. mars)
  • Vestnorden (24. -25. september)
  • Vinnustofa í Þýskalandi (september)
  • Vinnustofa í Hollandi og Belgíu (september)

  • Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Blaðamannaferðir, famferðir og heimsóknir áhrifavalda

Það skiptir máli að um Austurland birtist vandaðar og jákvæðar umfjallanir þar sem notendur fjölmiðla fá innsýn í allt það sem landshlutinn hefur upp á að bjóða, hvort sem um ræðir mat, gistingu eða aðrar upplifanir. Austurbrú hefur á síðustu árum skipulagt fjölda blaðamannaferða þar sem stofnunin tekur að sér aðstoð við skipulagningu heimsókna blaðamanna og áhrifavalda (sjá verkefni ársins 2022). Þetta er m.a. fólgið í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki á Austurlandi og við Íslandsstofu sem og aðrar almannatengslaskrifstofur sem vinna fyrir fjölmiðla um allan heim.

Sífellt meiri áhersla er lögð á að auka vitund ferðamanna um vetrarferðaþjónustu og markmið ársins 2024 eru m.a. að a) skipuleggja blaðamannaferðir sem hafa þann tilgang að auka vitund ferðamanna á vetrarferðaþjónustu á Austurlandi b) vinna með ljósmyndurum og áhrifavöldum, framleiða efni á þá miðla sem Austurbrú heldur úti og auka heimsóknir á þá c) vinna að skipulagningu svokallaðrar famferðar (heimsókn ferðaskrifstofa) í samvinnu við samstarfsaðila Austurbrúar og Íslandsstofu.


  • Góð heimkynni
  • Svæði sóknarfæra
  • O. Auðlindir og innviðir ferðaþjónustunnar
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Samstarf á Austurlandi

Hjá Austurbrú er mikil áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið og að stuðla að auknu samstarfi fyrirtækja landshlutanum. Um árabil hafa verið gerðir sérstakir samstarfssamningar milli Austurbrúar og fyrirtækja í landshlutanum en í upphafi árs eru samstarfsaðilarnir um 170 talsins: Sveitarfélög, gististaðir, veitingastaðir, afþreyingarfyrirtæki, baðstaðir, bílaleigur, bókaútgáfa, félagasamtök, ferðafélög, ferðaskrifstofur, frumkvöðlar, flugfélög, grafískir hönnuðir, hátíðir, klasar, matvælafyrirtæki, söfn, samtök, stofnanir, sviðslistir, verslanir o.fl.

Markmið samstarfssamninganna er að efla samkeppnisstöðu Austurlands með víðtæku samstarfi ríkis, sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga um verkefni er stuðla að framþróun svæðisins.


  • Góð heimkynni
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • O. Auðlindir og innviðir ferðaþjónustunnar
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Ferðamálastofa, Austurbrú


Áfangastaðaáætlun Austurlands 2022 – 2025

Verkefnið er unnið á grunni samnings við Ferðamálastofu og felur m.a. í sér gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlunar sem er þróunar- og aðgerðaráætlun landshlutans einkum í málum er snúa að uppbyggingu ferðaþjónustu en markmið áfangastaðaáætlunar Austurlands er að gera landshlutann að ákjósamlegum stað til að búa á og heimsækja. Austurbrú vinnur að mörgum verkefnum sem unnin eru á grunni áætlunarinnar sem nú er í gildi. Hér er m.a. átt við aðkomu að gerð rannsókna og greininga á landsvísu til að tryggja samanburðarhæfni milli landshluta, vöruþróun og nýsköpun, mat á fræðsluþörf, ráðgjöf og upplýsingaveita til ferðaþjónustunnar auk svæðisbundinnar markaðssetningar í samstarfi við sveitarfélög.

Á árinu 2024 verður m.a. unnin greining á þolmörkum og afkastagetu Austurlands við móttöku skemmtiferðaskipa, markhópagreining áfangastaðaáætlunarinnar verður endurskoðuð og þeirri vinnu lokið á fyrri hluta ársins og ferðasíður sveitarfélaganna verða sameinaðar vefnum VisitAusturland.

Áfangastaðaáætlun Austurlands 2022 – 2025 byggir á fyrri áætlun og áherslum frá árunum 2018-2021 og fylgir auk þess eftir áherslum svæðisskipulagsins. Áfangastaðaáætlunin er endurskoðið árlega.


  • Sterkt samfélag
  • R. Fjölbreytni og fjölmenning
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Þjónusta við fólk af erlendum uppruna

Markmið þessa verkefnis er annars vegar að markaðssetja og halda íslenskunámskeið fyrir útlendinga í þeim tilgangi að flýta aðlögun fólks af erlendum uppruna að íslensku samfélagi. Hins vegar að halda úti námsleiðinni Landnemandum. Markmið námsins er að veita innflytjendum og flóttafólki innsýn og almenna fræðslu um íslenskt samfélag og gefa nemendum tækifæri til að ræða það sem brennur á þeim enda óhjákvæmilegt að ýmsar spurningar vakni þegar fólk þarf að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi.


  • Samvinna og fjölbreytni
  • R. Fjölbreytni og fjölmenning
  • Þekking og nýsköpun
  • S. Nám og nýsköpun
  • Svæði sóknarfæra
  • Framtíðarþróun atvinnulífs
  • H. Lykiláherslur við atvinnuþróun
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Símenntun, framhaldsfræðsla og þjónusta við háskólanemendur

Um símenntun, framhaldsfræðslu og þjónustu við háskólanemendur

Hjá Austurbrú er rekin umfangsmikil þjónusta tengd símenntun s.s. námskeiðahald, ráðgjöf, prófaumsýsla og rekstur námsvera. Markhópur Austurbrúar eru einstaklingar með stutta formlega skólagöngu að baki og fólk af erlendum uppruna.

Verkefnið er samræmi við stefnu um þekkingu og nýsköpun 4.1.H. og stefnu 5.2.S. um nám og nýsköpun og stefnu 5.1.R. um fjölbreytni og fjölmenningu.

Frekari upplýsingar

Þekkingarstarfsemi Austurbrúar

 


  • Svæði sóknarfæra
  • Framtíðarþróun atvinnulífs
  • H. Lykiláherslur við atvinnuþróun
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    02.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Búlandstindur ehf., SVN hf., Eskja, Launafl ehf., Heilbrigðisstofnun Austurlands, Austurbrú


Fræðsluáætlanir fyrir fyrirtæki

Um fræðsluáætlanagerð fyrir fyrirtæki og stofnanir

Hjá Austurbrú eru sett upp námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir á Austurlandi. Þar eru jafnframt greindar fræðsluþarfir og gerðar fræðsluáætlanir sem Austurbrú hrindir í framkvæmd í samvinnu við fyrirtækið. Árið 2024 er Austurbrú í samstarfi við Launafl, HSA, Eskju, Búlandstind og SVN með skipulag námskeiðahalds, fræðsluáætlanagerð og greiningu á fræðsluþörfum. Markmið ársins eru framfylgd þeirra fræðsluáætlana sem núna eru í gildi auk nýrra áætlana og þarfagreininga.

Verkefnið er samræmi við stefnu um þekkingu og nýsköpun 4.H.2.


Tengd gögn

  • Sterkt samfélag
  • R. Fjölbreytni og fjölmenning
  • Ú. Heilsuefling
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    02.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Fræðslumál fatlaðra

Um fræðslumál fatlaðra

Verkefnið er unnið fyrir félagsþjónustur sveitarfélaganna á Austurlandi í þágu einstaklinga með fötlun. Haldin verða að minnsta kosti tíu námskeið á árinu 2024 með það markmið að skapa fötluðu fólki á starfssvæði Austurbrúar aðstöðu til sí- og endurmenntunar til að uppfylla námsþarfir þess. Austurbrú hefur umsjón með verkefninu í samvinnu við Fjölmennt.

Verkefnið er unnið í samræmi við stefnumarkmið R.2 og Ú.1. 


  • Svæði sóknarfæra
  • H. Lykiláherslur við atvinnuþróun
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Raunfærnimat og námsráðgjöf

Um raunfærnimat og námsráðgjöf

Raunfærnimat er úttekt og viðurkenning á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar færninnar hefur verið aflað. Í námsráðgjöf eru veittar upplýsingar um nám og störf, aðstoð veitt við gerð ferilskrár og veitt ýmis konar ráðgjöf m.a. um markmiðasetningu og lífstíl. Raunfærnimat og námsráðgjöf er hluti af þeirri þjónustu sem Austurbrú veitir og hefur veitt um árabil. Markmið okkar er sem fyrr að veita faglega þjónustu, nálgast einstaklinga á þeim stað sem þeir eru staddir hverju sinni og bjóða úrræði við hæfi.


  • Sterkt samfélag
  • R. Fjölbreytni og fjölmenning
  • Staða

    Í bið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Þróun íslenskukennslu fyrir útlendinga

Um íslenskukennslu fyrir útlendinga

Góð íslenskukunnátta er forsenda þátttöku og virkni útlendinga í samfélaginu og þar með farsællar aðlögunnar innflytjenda. Austurbrú hefur um árabil sinnt íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þá hefur hún jafnframt sinn þróun slíks náms og hefur þá einkum beint sjónum að góðu aðgengi. Eitt slíkra þróunarverkefna, sem eiga að bæta aðgengi að íslenskunámi, er verkefnið „LÍSA – Lærum íslensku“. Um er að ræða smáforrit sem auðveldar innflytjendum að læra íslensku hvar og hvenær sem er.

Verkefnið er samræmi við stefnu um fjölbreytni og fjölmenningu 5.1.R.


  • Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • P. Samvinna sveitarfélaga og samfélagsins
  • Ú. Heilsuefling
  • D. Loftlagsmál
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    02.05.2023

  • Framkvæmdaraðili

    Háskóli Íslands, Veðurstofa Íslands, Austurbrú


MEDiate og The HuT

Um MEDiate og The HuT

Evrópuverkefni sem snúa að náttúruvá á Seyðisfirði. Annað verkefnið kallast The HuT: The Human-Tech Nexus þar sem Austurbrú vinnur í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnir. Megin afurð verkefnisins er að gera upplýsingagátt með vefsíðu þar sem almenningur getur leitað eftir upplýsingum, t.d. um hættur á ofanflóðum, fræðsluefni fyrir börn og upplýsingum um mælitækin sem eru notuð á svæðinu.

Hitt verkefnið kallast The MEDiate og er unnið í samstarfi Austurbrúar, Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Tilgangur þess er að þróa kerfi sem tekur tillit til fjölþættra náttúruváratburða og styður við ákvarðanatöku í áhættustjórnun.

Verkefnin eru í samræmi við stefnu um loftslagsmál 3.2.D, stefnu um heilsueflingu 5.3.Ú og stefnu um samvinnu sveitarfélaga og samfélagsins 5.1.P.


  • Sterkt samfélag
  • P. Samvinna sveitarfélaga og samfélagsins
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Byggðastofnun, Fjarðabyggð, Austurbrú


Sterkur Stöðvarfjörður

Um Sterkan Stöðvarfjörð

Markmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun á Stöðvarfirði með því að efla atvinnulíf og innviði, fegra umhverfi og auka samheldni í samfélaginu. Sterkur Stöðvarfjörður er hluti af verkefninu Brothættar byggðir sem er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2014-2017. Lögð er áhersla á að samstarf ríkis, sveitarfélaga, stoðkerfa og íbúa.

 


  • Góð heimkynni
  • A. Byggðamynstur
  • Sterkt samfélag
  • P. Samvinna sveitarfélaga og samfélagsins
  • Svæði sóknarfæra
  • Í. Framleiðsla matvæla og verðmætasköpun
  • J. Dreifing, innkaup og neysla matvæla
  • L. Skógarnytjar og verðmætasköpun
  • D. Loftlagsmál
  • Ævintýri líkast
  • Ó. Vörur og þjónustugæði
  • V. Ferðaauðlindir
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Matarauður Austurlands

Um Matarauð Austurlands

Markmið Matarauðs Austurlands er að marka sérstöðu austfirskra framleiðenda og veitingaaðila, styrkja við ferðaþjónustu á Austurlandi, vinna með staðbundin hráefni þar sem áhersla er lögð á hreinleika, ferskleika og einfaldleika.

Verkefnið styður víða við svæðisskipulagið og er það m.a. unnið í samræmi við stefnu um byggðamynstur 3.1.A, stefnu um loftlagsmál 3.2.D, stefnu um matvæli 4.2.Í og 4.2.J, stefnu um skógarnytjar og verðmætasköpun 4.3.L, í stefnu um vörur og þjonustugæði 4.4.Ó, stefnu um samvinnu sveitarfélaga og samfélagsins 5.1.P og stefnu um ferðaauðlindir 6.1.V.


  • Góð heimkynni
  • A. Byggðamynstur
  • Sterkt samfélag
  • S. Nám og nýsköpun
  • Svæði sóknarfæra
  • Ý. Menningarlíf
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Lokið

  • Síðast uppfært

    02.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Kortlagning á húsnæði fyrir óstaðbundin störf

Vefur þar sem kortlagt er húsnæði í landshlutanum sem hentar vel fyrir fólk í óstaðbundnum störfum. Verkefnið styður við stefnu um byggðamynstur 3.1.A, stefnu um nám og nýsköpun 5.2.S og stefnu um menningarlíf 6.2.Ý.

 


  • Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast
  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    08.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi, Tónlistarmiðstöð Austurlands, Múlaþing, Fjarðabyggð, Austurbrú


BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðasta samhengi. Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn á Austurlandi til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. Unnið er þvert á þjóðerni, byggðakjarna og aldur.

Unnið er eftir skýrri verkáætlun allt árið og er undirbúningsvinna hátíðarinnar orðin nokkuð föst í skorðum. Markmið verkefnisins er að bjóða börnum og unglingum upp á listviðburði í sinni heimabyggð í sem flestum listgreinum.

BRAS er samvinnuverkefni alls samfélagsins og þar koma saman að vinnunni Austurbrú, stofnanir sveitarfélaganna og fleiri. Verkefnið er í samæmi við fjölmörg markmið svæðisskipulagsins á öllum meginsviðum þess þ.e. umhverfis, samfélags, atvinnulífs og menningar.


Tengd gögn