2.1 Megináskoranir

Helstu áskoranir landshlutans snúast um mannauð, nýsköpun, samvinnu, lýðfræðilegt jafnvægi, heilsufar, menningu og listir, sjálfbærni, hringrásarhagkerfið, landslagssérkenni, menningararf, lofslagsbreytingar og líffræðilega fjölbreytni.

Svæðisskipulagið tekst á við helstu áskoranir sem landshlutinn mun standa frammi fyrir í náinni framtíð. Þær snúast um að:

 1. Styrkja mannauð og efla nýsköpun.
 2. Efla samvinnu á milli sveitarfélaga, íbúa og fyrirtækja og stofnana samfélagsins.1
 3. Stuðla að lýðfræðilegu jafnvægi, góðu heilsufari íbúa og að menning og listir blómstri.2
 4. Nýta auðlindir með sjálfbærum hætti og stuðla að þróun hringrásarhagkerfis.3
 5. Vernda og styrkja landslags- sérkenni og menningararf.4
 6. Takast á við loftslagsbreytingarog styrkja líffræðilega fjölbreytni.5

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóð­anna endurspeglast í þessum áskorunum, sem og áætlanir á landsvísu sem sveitarfélögum ber að taka mið af í sinni stefnumótun og skipulags­gerð.6 Þær birtast í áþekkri mynd í fyrri og gildandi áætlunum landshlutans, s.s. sóknaráætlun, áfangastaðaáætlun og
í stefnuskjölum sveitarfélaganna í einstökum málaflokkum.

 • 1 Aðgerðaáætlun um Árósarsamninginn 2018-2021. Heimsmarkmið 17.
 • 2 Austurland. Stöðugreining 2019. Lýðheilsustefna og aðgerðaáætlun. Heimsmarkmið 3, 4 og 5.
 • 3 Hringrásarhagkerfi. Stefna um úrgangsforvarnir 2016-2027. Heimsmarkmið 6, 7, 12, 14 og 15.
 • 4 Landslagssamningur Evrópu. Menningarstefna í mannvirkjagerð.
 • 5 Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Samningur SÞ um líffræðilega fjölbreytni og stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni. Heimsmarkmið 11, 14 og 15.
 • 6 Landsskipulagsstefna 2015-2016.