3.3 Útivist og íþróttalíf

Á Austurlandi verður aðstaða til heilsuræktar utandyra sem innandyra fjölbreytt og gott aðgengi tryggt að svæðum sem veita möguleika á útivist í nálægð við náttúruna. Valkostir til íþróttaiðkunar verða margir og fjölbreyttir. Íþróttamót styrkjast og hreystiverkefnum fjölgar.

Æ.  Stefna um almenn útivistarsvæði

Æ.1 Aðstaða til heilsuræktar utandyra sé fjölbreytt í þéttbýli og grennd þess.

Unnið verði að því að skipuleggja og byggja upp fjölbreytt, gróðursæl og vel útbúin útivistarsvæði af mismunandi stærð og gerð sem tengjast með göngu- og hjóla­stígum og gefa kost á hreyfingu, leik, samskiptum og endur­næringu ólíkra aldurs- og getuhópa.

Æ.2 Gott aðgengi að svæðum í dreifbýli veiti möguleika á útivist í nánd við náttúru.

Unnið verði að því að bæta aðgengi að svæðum sem henta til almennrar útivistar, s.s. með gerð bílastæða, stíga og áningarstaða í skógum og með skipulagi leiða og áfangastaða.

Æ.3 Möguleikum til að stunda strand- og vatnasport fjölgi.

Unnið verði að því að bæta aðstöðu fyrir siglingar, sjóstanga­veiði, kajak og annað sjósport.

Kannaðir verði þeir vöruþróunar­möguleikar sem felast í strandlengjunni.

Stuðlað verði að uppbyggingu aðstöðu til sjósunds.

Æ.4 Möguleikar til að stunda frístundaveiðar á landi og sjó viðhaldist og styrkist.

Austurland verði áfram markaðssett sem paradís veiðimannsins, þar sem aðstæður, hvort sem er fyrir skotveiði eða stangveiði, eru til fyrirmyndar.

Hreindýr og hreindýraveiði verði áfram stór hluti af ímynd svæðis­ins út á við.

Vakin verði athygli á tækifærum til sjóstangaveiði á fjörðunum.

Skýringar við stefnu um almenn útivistarsvæði

Ótal tækifæri eru á Austurlandi til að stunda útivist í náttúrulegu umhverfi en hún  hefur sérstaklega nærandi áhrif á fólk. Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi fyrir alla að slíkum svæðum, t.d. með gerð bílastæða, stígagerð og kortlagn­ingu á mislöngum og erfiðum göngu-, hlaupa- og hjólaleiðum.24

Á Austurlandi eru auk þess spennandi tækifæri fyrir ýmis konar veiðisport, sem kallar á mikla útiveru í náttúrunni. Austurland er eina svæðið á landinu þar sem hægt er að veiða hreindýr en veiðitímabilið er í ágúst og byrjun september. Einnig er hægt að veiða gæsir, rjúpur og svartfugl, svo eitthvað sé nefnt. Í landshlutanum eru vinsælar veiðiár þar sem byggð hefur verið upp  góð aðstaða auk fjölda silungsveiðiáa.

Þéttbýlisstaðir á Austfjörðum byggðust flestir upp í kringum sjósókn og í flestum þeirra er fyrir hendi góð hafnar­aðstaða sem býður upp á möguleika fyrir hvers konar sjósport, s.s. siglingar og sjóstangaveiði. Í djúpum og oft skjólsælum fjörðum Austurlands ættu einnig að vera kjöraðstæður  fyrir kajakróður, róðrarbretti og sjósund. Þessar íþróttir geta dregið til sín breiðan hóp iðkenda og kalla ekki endilega á mikla eða dýra aðstöðu.

Í gegnum árin hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að þróa kajaksiglingar og annað bátasport meðfram ströndinni en þótt slík ferðaþjónusta hafi ekki fest rætur nýtur slík afþreying vinsælda hjá almenningi og á nokkrum stöðum er rík hefð fyrir klúbbastarfi, t.d. í tengslum við kajakmennsku þar sem byggð hefur verið upp aðstaða til að geyma búnað og jafnvel fá lánaðan.

Fjölsóttir íþróttaviðburðir sem draga að fólk alls staðar af landinu eru haldnir á Austurlandi ár hvert. Sem dæmi eru Urriðavantssundið sem haldið er í tengslum við Landvætti Ferðafélags Íslands, Dyrfjallahlaupið á Borgar­firði eystra og göngu­vikan Á fætur Fjarðabyggð sem haldin eru í júní og júlí ár hvert. Auk þess má nefna Vetrarhlaupasyrpu UMF Þristar á Egilsstöðum. Í mars er haldin fjalla­skíðahátíðin Austurland Freeride Festival í Fjarðabyggð og á vorin eru í boði ýmis konar göngu- og fjalla­skíðanámskeið og -ferðir í lands­hlutanum. Frekari þróun í þessa átt er líkleg miðað við aukinn áhuga almenn­ings á hreystiverkefnum hvers konar og miðað við þá fjölbreytni sem landslag Austurlands býður upp á.

Auk þess að nýta til útivistar þá umgjörð sem stórbrotin náttúra Austurlands hefur upp á að bjóða, er mikilvægt að innan þéttbýlis séu fjölbreytt og vönduð útivistarsvæði, sem hvetja til hreyfingar og samskipta, fyrir ólíka aldurshópa.25 Til að mynda mætti koma fyrir útiæfinga­svæðum við gönguleiðir.

Vönduð og áhugaverð leiksvæði innan byggðar draga að unga jafnt sem aldna og hvetja fjölskyldur til útiveru. Þau geta orðið vettvangur fyrir samveru og samskipti foreldra og barna. Mikilvægt er að gott aðgengi sé að slíkum leiksvæðum í íbúabyggð.26

Íþróttamannvirki og íþróttasvæði á Austurlandi árið 2022.

Ö.  Stefna um útivistar- og íþróttasvæði til sérnota

Æ.1 Aðstaða til heilsuræktar utandyra sé fjölbreytt í þéttbýli og grennd þess.

Unnið verði að því að skipuleggja og byggja upp fjölbreytt, gróðursæl og vel útbúin útivistarsvæði af mismunandi stærð og gerð sem tengjast með göngu- og hjóla­stígum og gefa kost á hreyfingu, leik, samskiptum og endur­næringu ólíkra aldurs- og getuhópa.

Æ.2 Gott aðgengi að svæðum í dreifbýli veiti möguleika á útivist í nánd við náttúru. 

Unnið verði að því að bæta aðgengi að svæðum sem henta til almennrar útivistar, s.s. með gerð bílastæða, stíga og áningarstaða í skógum og með skipulagi leiða og áfangastaða.

Æ.3 Möguleikum til að stunda strand- og vatnasport fjölgi.

Unnið verði að því að bæta aðstöðu fyrir siglingar, sjóstanga­veiði, kajak og annað sjósport.

Kannaðir verði þeir vöruþróunar­möguleikar sem felast í strandlengjunni.

Stuðlað verði að uppbyggingu aðstöðu til sjósunds.

Æ.4 Möguleikar til að stunda frístundaveiðar á landi og sjó  viðhaldist og styrkist. 

Austurland verði áfram markaðssett sem paradís veiðimannsins, þar sem aðstæður, hvort sem er fyrir skotveiði eða stangveiði, eru til fyrirmyndar.

Hreindýr og hreindýraveiði verði áfram stór hluti af ímynd svæðis­ins út á við.

Vakin verði athygli á tækifærum til sjóstangaveiði á fjörðunum.

Skýringar við stefnu um útivistar- og íþróttasvæði til sérnota

Á Austurlandi eru, auk góðs aðgangs að náttúrulegu umhverfi, ýmis konar skipu­lögð útivistar- og íþróttasvæði. Sundlaugar eru í flestum bæjum á svæðinu. Vök baths er eftirsóttur baðstaður með heitum laugum í og við Urriðavatn og heitar náttúrulaugar eru í Fljótsdal.

Skíðasvæði eru í Oddsskarði milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og í Stafdal milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Ný Norðfjarðargöng og væntanleg Fjarðarheiðargöng kalla á breytta skilgreiningu vega að þessum svæðum og er nauðsynlegt að bregðast við því til að tryggja nauðsynlegt aðgengi að svæðunum. Engin stólalyfta er á þessum skíðasvæðum en skoða mætti tækifæri til frekari uppbyggingar sem gæti dregið að fleiri gesti og yfir lengri tíma ársins.Víða erlendis, í Hlíðarfjalli á Akureyri og í Skálafelli í Mosfellssveit eru stólalyftur opnar á sumrin fyrir göngu- og hjólafólk. Ýmsir möguleikar eru fyrir göngu- og fjallaskíðafólk, sem og vélsleðafólk,  í námunda við skíðasvæðin og á fleiri stöðum á Austurlandi.

Golf er vinsælt um allt land enda hentug íþrótt fyrir fólk á öllum aldri og þar með fyrirtaks fjölskyldusport. Sex 9 holu golfvellir eru á Austurlandi; á Eskifirði, Neskaupstað, Reyðar­firði, Seyðisfirði, Vopnafirði og í Fellabæ. Frisbígolf hefur notið mikilla vinsælda á síðustu árum og er íþrótt sem kostar ekki mikið og flestir ættu að geta stundað. Þegar eru þó nokkrir frisbígolfvellir á Austurlandi.

Íþróttaiðkun barna og unglinga er sérstaklega mikilvæg til að ýta undir staðaranda og samheldni í litlum samfélögum þar sem þjálfarar, fjölskyldur og ættingjar hafa tækifæri til að hittast og eiga samskipti. Öflugt íþróttastarf gegnir einnig mikilvægu hlutverki fyrir lýðheilsu og forvarnir til framtíðar og á það ekki aðeins við um keppnisíþróttir heldur einnig áhugamannasport.27 Hægt er að bjóða upp á æfingar fyrir foreldra á sama tíma og íþrótta­æfingar barna og hvetja þannig til aukinnar hreyfingar.

Íþróttahús og sparkvellir eru í all­flestum þéttbýliskjörnum á Austurlandi með aðstöðu fyrir fjölbreytta íþróttaiðkun. Sveitarfélög ættu að tryggja að mögu­leikar séu á frekari uppbyggingu á íþrótta­aðstöðu og að gott aðgengi sé að þeirri aðstöðu sem fyrir er. Mögulega þarf að samþætta almennings­samgöngur við frístunda­akstur og tryggja góðar göngu- og hjólatengingar við íþróttahús.28

Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum er eini frjálsíþróttavöllurinn á Austurlandi sem stenst kröfur til mótahalds. Fjarðabyggðar­höllin á Reyðarfirði er eina knattspyrnuhúsið á Austurlandi í fullri stærð með löglegum keppnisvelli. Nýverið var reist á Egilsstöðum eina sérhæfða aðstaðan á Austurlandi til æfinga í hópfimleikum.

Reiðhöll og útisvæði er á Iðavöllum skammt frá Egilsstöðum og á Kirkju­bólseyrum í Norðfirði. Sú fyrri er starf­rækt af hestamannafélaginu Freyfaxa og sú síðari af hestamannafélaginu Blæ.29

Skotíþróttasvæði eru á Reyðarfirði og á Þuríðarstöðum á Fljótsdalshéraði.

  • 24 Tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu.
  • 25 Tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu.
  • 26 Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs.
  • 27 Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastefna 2020–2026.
  • 28 Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs.
  • 29 Innviðagreining Fljótsdalshéraðs.