1.2 Tengsl við aðrar áætlanir
Svæðisskipulagið er langtíma stefnumarkandi áætlun sem framfylgt verður með skipulagsáætlunum hvers sveitarfélags.
Aðrar áætlanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og einstakra sveitarfélaga landshlutans munu einnig gegna mikilvægu hlutverki við framkvæmd stefnunnar. Þar er helst að nefna sóknaráætlun og áfangastaðaáætlun en jafnframt framkvæmda- og fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna. Þær áætlanir horfa til þriggja til fimm ára í senn og þeim er því hægt að beita til að forgangsraða markmiðum svæðisskipulagsins á hverjum tíma.
Stefnuskjölum landshlutans og hvers sveitarfélags fyrir sig í málum sem t.d. varða umhverfi, menningu, ferðaþjónustu, fjölskyldu og atvinnu, er enn fremur ætlað að innleiða stefnu svæðisskipulagsins.
Við endurskoðun fyrirliggjandi stefnuskjala og mótun nýrra ber að taka mið af stefnunni.
Unnin verður aðgerðaáætlun þar sem dregin verða saman þau markmið sem kalla á framfylgd í gegnum aðal- og deiliskipulag og ábyrgðaraðilar skilgreindir fyrir önnur markmið, þ.m.t. þau sem kalla á framfylgd í gegnum áætlanir ríkisins. Sjá nánar um framfylgd svæðisskipulagsins í kafla 7.0.