1.4 Mótun svæðisskipulagsins
Svæðisskipulagsnefnd, skipuð tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi Austurlands og einum fulltrúa frá Ferðamálasamtökum Austurlands, hefur haft umsjón með mótun svæðisskipulagsins. Austurbrú hefur stýrt verkefninu fyrir hönd SSA.

Svæðisskipulagsnefnd kynnti verkefnislýsingu vorið 2018. Hlé varð á vinnu í nefndinni 2019-2020 en þráðurinn tekinn aftur upp með nýrri nefnd í ársbyrjun 2021. Frá ársbyrjun 2021 veitti ráðgjafafyrirtækið Alta aðstoð við skipulagsgerðina. Ritun texta og gerð skýringarmynda var í höndum Alta í samvinnu við Austurbrú.
Svæðisskipulagsnefnd kynnti svæðisskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu í mars 2022, í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 12. og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.9
Svæðisskipulagstillagan var birt á vef Austurbrúar og frétt birt á vef hvers sveitarfélags landshlutans og á samfélagsmiðlum og íbúar hvattir til að kynna sér svæðisskipulagstillöguna og senda ábendingar og sjónarmið til svæðisskipulagsnefndarinnar. Samtímis
var tillagan send á lögbundna umsagnaraðila og fjölmarga hagsmunaaðila (sjá lista aftast í skjalinu) með ósk um umsögn innan fjögurra vikna. Tillagan var þá einnig send sveitarstjórnum til umfjöllunar.
Þegar kynningartíma lauk var unnið úr umsögnum og ábendingum og ákveðið að gera nokkrar lagfæringar á tillögunni. Í kjölfarið afgreiddi svæðisskipulagsnefnd og síðan sveitarstjórnir svæðisskipulagstillöguna til athugunar Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
Stofnuninn veitti umsögn um tillöguna í júní 2022 gerði ekki athugasemdir við auglýsingu hennar. Tillagan var auglýst 7. júlí 2022 með athugasemdafresti til 20. ágúst. Svæðisskipulagsnefnd og sveitarstjórnir afgreiddu athugasemdir sem bárust og samþykktu svæðisskipulagið í september 2022 og sendu til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.