• Góð heimkynni
  • Svæði sóknarfæra
  • O. Auðlindir og innviðir ferðaþjónustunnar

Samstarf á Austurlandi

  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Hjá Austurbrú er mikil áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið og að stuðla að auknu samstarfi fyrirtækja landshlutanum. Um árabil hafa verið gerðir sérstakir samstarfssamningar milli Austurbrúar og fyrirtækja í landshlutanum en í upphafi árs eru samstarfsaðilarnir um 170 talsins: Sveitarfélög, gististaðir, veitingastaðir, afþreyingarfyrirtæki, baðstaðir, bílaleigur, bókaútgáfa, félagasamtök, ferðafélög, ferðaskrifstofur, frumkvöðlar, flugfélög, grafískir hönnuðir, hátíðir, klasar, matvælafyrirtæki, söfn, samtök, stofnanir, sviðslistir, verslanir o.fl.

Markmið samstarfssamninganna er að efla samkeppnisstöðu Austurlands með víðtæku samstarfi ríkis, sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga um verkefni er stuðla að framþróun svæðisins.