Unnið að framfylgd svæðisskipulagsins

Síðustu vikur nýliðins árs var starfsfólk Austurbrúar önnum kafið í starfs- og fjárhagsáætlunargerð eins og vera ber. Vinnan var m.a. fólgin í að skilgreina helstu verkþætti sem framundan eru næstu tólf mánuðina, mælanleg markmið og fleira. Verkefnastjórar Austurbrúar skoðuðu jafnframt verkefnin sín út frá svæðisskipulaginu og hvernig þau samræmast markmiðum þess. 

Tilgangurinn með þessari vinnu er sá að hægt sé að fylgjast með framfylgd svæðisskipulagsins sem öll sveitarfélög á Austurlandi samþykktu haustið 2022. Í sjöunda kafla svæðisskipulagsins er fjallað um framfylgd þess og þar segir m.a.:

Sveitarfélög og stoðstofnanir á þeirra vegum verða að gæta að innra samræmi skipulagsáætlana þannig að t.a.m. aðalskipulag og deiliskipulag sé í samræmi við stefnu svæðisskipulags. Aðgerða­áætlanir sveitarfélaganna þurfa einnig að taka mið af svæðisskipulaginu og markmiðum þess í sinni forgangsröðun.

Með hugtakinu aðgerðaáætlunum er til dæmis, en ekki eingöngu, átt við starfsáætlanir sveitarfélaga og stoðstofnana. Hér má sjá lista yfir helstu verkefni Austurbrúar á næsta ári og hvaða meginmarkmiðum svæðisskipulagsins þau þjóna.

 

Decorative Image