Svæði sóknarfæra
Austurland eflist sem svæði sóknarfæra þar sem blómlegt atvinnulíf nýtir auðlindir Austurlands á sjálfbæran hátt í sátt við samfélagið og nýsköpun, þekking og rannsóknir verða æ styrkari grundvöllur atvinnusköpunar og framþróunar.
Þessum árangri ætla sveitarfélögin á Austurlandi að ná með því að vinna að sameiginlegum markmiðum sem falla undir:
4.1 Framtíðarþróun atvinnulífs
4.2 Matvæli
4.3 Skóga
4.4 Ferðaþjónustu
Viðfangsefni markmiðanna snúa að því að Austurland sé:
Svæði þar sem eru skýrar lykiláherslur um atvinnuþróun og hefðbundnir og nýrri hornsteinar atvinnulífsins styrkjast.Svæði þar sem er stuðlað að verðmætasköpun í matvæla- framleiðslu og góður matur er í boði fyrir íbúa og gesti.
Svæði þar sem er stuðlað að verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og góður matur er í boði fyrir íbúa og gesti.
Svæði þar sem skógur vex vel í þágu umhverfis, atvinnusköpunar og útivistar.
Svæði þar sem rekin er sjálfbær, ábyrg og öflug ferðaþjónusta allt árið um kring.
4.1 Framtíðarþróun atvinnulífs
Burðarstóllpar efnahagslífs á Austurlandi verða styrktir og uppbyggingatvinnugreina hefur sjálfbæra nýtingu auðlinda að leiðarljósi. Staðbundin þekking verður efld í þágu nýsköpunar.
Viðfangsefni kaflans eru:
H. Lykiláherslur við atvinnuþróun
I. Hornsteinar atvinnulífs
4.2 Matvæli
Á Austurlandi verður stutt við framleiðslu matvæla á svæðinu, þekking efld, fullvinnsla hráefna aukin og aðgengi að austfirskum mat bætt. Leiðarljósið er sjálfbærni, verðmætasköpun og lágmark sóunar innan matvælakerfisins. Þannig eflum við gæði og ímynd austfirskra matvæla og tryggjum áframhaldandi samkeppnishæfni Austurlands sem svæði matvælaframleiðslu.
Viðfangsefni kaflans eru:
Í. Framleiðsla matvæla og verðmætasköpun
J. Dreifing, innkaup og neysla matvæla
4.3 Skógur
Íbúar á Austurlandi munu í vaxandi mæli njóta útivistar í skógum. Skógrækt verður efld, skógum viðhaldið og þeir stækkaðir þar sem við á, ekki síst í grennd við þéttbýli. Skógrækt mun þjóna þýðingarmiklu hlutverki til verndar umhverfinu og verður vaxandi og framsækin atvinnugrein á Austurlandi.
Viðfangsefni kaflans eru:
K. Uppbygging skógarauðlindar
L. Skógarnytjar og verðmætasköpun
M. Aðgengi og útivist í skógum
4.4 Ferðaþjónusta
Austurland verður heilsársáfangastaður sem höfðar jafnt til heimamanna og gesta. Hann byggist á öflugu samgöngukerfi og ferðaþjónustu í hæsta gæðaflokki þar sem auðlindir umhverfis, samfélags og menningar eru nýttar. Vöruþróun og markaðssetning landshlutans hefur sérkenni Austurlands sem leiðarljós.
Viðfangsefni kaflans eru:
N. Samfélag og gestir
O. Auðlindir og innviðir ferðaþjónustunnar
Ó. Vörur og þjónustugæði