Góð heimkynni
Á Austurlandi verða áfram góð heimkynni. Umhverfið, hið manngerða sem og náttúrulega, verður heilnæmt, vistvænt og öruggt. Það verður gott að búa á Austurlandi og eftirsóknarvert að sækja það heim.
Þessum árangri ætla sveitarfélögin á Austurlandi að ná með því að vinna að sameiginlegum markmiðum sem falla undir:
3.1 Byggð og grunnkerfi
3.2 Hnattræn og staðbundin vistkerfi
3.3 Landslag og staði
Viðfangsefni markmiðanna snúa að því að Austurland sé:
Svæði þar sem samfélagið býr við góðar samgöngur, sjálfbæra orku og öflug fjarskipti.
Svæði þar sem unnið er að því að styrkja viðnámsþrótt gagnvart hnattrænum loftslagsbreytingum og viðhalda heilbrigði staðbundinna vistkerfa.
Svæði þar sem borin er virðing fyrir verðmætu náttúrufari og landslagi og lögð áhersla á að móta aðlaðandi staði út frá landslagssérkennum, sögu og heilnæmi.
3.1 Byggð og grunnkerfi
Á Austurlandi þróast áfram byggðamynstur öflugra þéttbýlisstaða í fjölkjarnasamfélagi og möguleikum til búsetu í dreifbýli án tengsla við búskap fjölgar. Vistvænir ferðamátar verða ákjósanlegir og vegir á Austurlandi öruggir allan ársins hring. Ráðist verður í nauðsynlegar samgöngubætur og almenningssamgöngur styrktar. Rík áhersla verður lögð á reglulegt áætlunarflug til og frá Austurlandi og lykilsamgöngumannvirkjum í landshlutanum verður viðhaldið og þau efld. Orkulindir verða nýttar til að efla byggð, flutningsog dreifikerfi raforku verður áreiðanlegt og síma- og netsamband um allan landshlutann tryggt
Viðfangsefni kaflans eru:
A. Byggðamynstur
Á. Samgöngur
B. Raforka og fjarskipti
3.2 Hnattræn og staðbundin vistkerfi
Kolefnishlutleysi verður náð á sem flestum sviðum umhverfis, atvinnulífs og samfélags, grænir innviðir styrktir og vistkerfi haldast heilbrigð og fjölbreytt.
Viðfangsefni kaflans eru:
D. Loftslagsmál
E. Vistkerfi og líffræðileg fjölbreytni
3.3 Landslag og staðir
Á Austurlandi þróast áfram byggðamynstur öflugra þéttbýlisstaða í fjölkjarnasamfélagi og möguleikum til búsetu í dreifbýli án tengsla við búskap fjölgar. Vistvænir ferðamátar verða ákjósanlegir og vegir á Austurlandi öruggir allan ársins hring. Ráðist verður í nauðsynlegar samgöngubætur og almenningssamgöngur styrktar. Rík áhersla verður lögð á reglulegt áætlunarflug til og frá Austurlandi og lykilsamgöngumannvirkjum í landshlutanum verður viðhaldið og þau efld. Orkulindir verða nýttar til að efla byggð, flutningsog dreifikerfi raforku verður áreiðanlegt og síma- og netsamband um allan landshlutann tryggt
Viðfangsefni kaflans eru:
É. Landslagsgerðir og verndarsvæði
F. Staðarmótun
G. Minjar og saga