• Sterkt samfélag
  • R. Fjölbreytni og fjölmenning

Þjónusta við fólk af erlendum uppruna

  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Markmið þessa verkefnis er annars vegar að markaðssetja og halda íslenskunámskeið fyrir útlendinga í þeim tilgangi að flýta aðlögun fólks af erlendum uppruna að íslensku samfélagi. Hins vegar að halda úti námsleiðinni Landnemandum. Markmið námsins er að veita innflytjendum og flóttafólki innsýn og almenna fræðslu um íslenskt samfélag og gefa nemendum tækifæri til að ræða það sem brennur á þeim enda óhjákvæmilegt að ýmsar spurningar vakni þegar fólk þarf að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi.