Efling Egilsstaðaflugvallar
-
Staða
Hafið
-
Síðast uppfært
10.01.2024
-
Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Norðurlands
ISAVIA
Austurbrú
Austurbrú vinnur að eflingu Egilsstaðaflugvallar í langtímaverkefni sem stutt er af sóknaráætlun Austurlands. Markmiðið er að nýta flugvöllinn til eflingar mannlífs og fjölgunar atvinnutækifæra á Austurlandi. Verkefnið er m.a. fólgið í þátttöku í ferðasýningum, fundum með ferðaskrifstofum, vinnslu kynningarefnis og undirbúningi FAM- og blaðamannaferða. Verkefnið samræmist öllum meginmarkmiðum svæðisskipulagsins en efling flugvallarins hefði gríðarleg áhrif á samgöngukerfi landshlutans sem og á þróun atvinnulífs.