• Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast

BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi

  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    08.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

    Vopnafjarðarhreppur

    Fljótsdalshreppur

    Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi

    Tónlistarmiðstöð Austurlands

    Múlaþing

    Fjarðabyggð

    Austurbrú


BRAS er menningarhátíð þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðasta samhengi. Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn á Austurlandi til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. Unnið er þvert á þjóðerni, byggðakjarna og aldur.

Unnið er eftir skýrri verkáætlun allt árið og er undirbúningsvinna hátíðarinnar orðin nokkuð föst í skorðum. Markmið verkefnisins er að bjóða börnum og unglingum upp á listviðburði í sinni heimabyggð í sem flestum listgreinum.

BRAS er samvinnuverkefni alls samfélagsins og þar koma saman að vinnunni Austurbrú, stofnanir sveitarfélaganna og fleiri. Verkefnið er í samæmi við fjölmörg markmið svæðisskipulagsins á öllum meginsviðum þess þ.e. umhverfis, samfélags, atvinnulífs og menningar.



Tengd gögn