• Góð heimkynni
  • Sterkt samfélag
  • Svæði sóknarfæra
  • Ævintýri líkast

Blaðamannaferðir, famferðir og heimsóknir áhrifavalda

  • Staða

    Hafið

  • Síðast uppfært

    04.01.2024

  • Framkvæmdaraðili

    Austurbrú


Það skiptir máli að um Austurland birtist vandaðar og jákvæðar umfjallanir þar sem notendur fjölmiðla fá innsýn í allt það sem landshlutinn hefur upp á að bjóða, hvort sem um ræðir mat, gistingu eða aðrar upplifanir. Austurbrú hefur á síðustu árum skipulagt fjölda blaðamannaferða þar sem stofnunin tekur að sér aðstoð við skipulagningu heimsókna blaðamanna og áhrifavalda (sjá verkefni ársins 2022). Þetta er m.a. fólgið í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki á Austurlandi og við Íslandsstofu sem og aðrar almannatengslaskrifstofur sem vinna fyrir fjölmiðla um allan heim.

Sífellt meiri áhersla er lögð á að auka vitund ferðamanna um vetrarferðaþjónustu og markmið ársins 2024 eru m.a. að a) skipuleggja blaðamannaferðir sem hafa þann tilgang að auka vitund ferðamanna á vetrarferðaþjónustu á Austurlandi b) vinna með ljósmyndurum og áhrifavöldum, framleiða efni á þá miðla sem Austurbrú heldur úti og auka heimsóknir á þá c) vinna að skipulagningu svokallaðrar famferðar (heimsókn ferðaskrifstofa) í samvinnu við samstarfsaðila Austurbrúar og Íslandsstofu.