• Góð heimkynni
 • Svæði sóknarfæra
 • Ævintýri líkast
 • O. Auðlindir og innviðir ferðaþjónustunnar

Áfangastaðaáætlun Austurlands 2022 – 2025

 • Staða

  Hafið

 • Síðast uppfært

  04.01.2024

 • Framkvæmdaraðili

  Ferðamálastofa

  Austurbrú


Verkefnið er unnið á grunni samnings við Ferðamálastofu og felur m.a. í sér gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlunar sem er þróunar- og aðgerðaráætlun landshlutans einkum í málum er snúa að uppbyggingu ferðaþjónustu en markmið áfangastaðaáætlunar Austurlands er að gera landshlutann að ákjósamlegum stað til að búa á og heimsækja. Austurbrú vinnur að mörgum verkefnum sem unnin eru á grunni áætlunarinnar sem nú er í gildi. Hér er m.a. átt við aðkomu að gerð rannsókna og greininga á landsvísu til að tryggja samanburðarhæfni milli landshluta, vöruþróun og nýsköpun, mat á fræðsluþörf, ráðgjöf og upplýsingaveita til ferðaþjónustunnar auk svæðisbundinnar markaðssetningar í samstarfi við sveitarfélög.

Á árinu 2024 verður m.a. unnin greining á þolmörkum og afkastagetu Austurlands við móttöku skemmtiferðaskipa, markhópagreining áfangastaðaáætlunarinnar verður endurskoðuð og þeirri vinnu lokið á fyrri hluta ársins og ferðasíður sveitarfélaganna verða sameinaðar vefnum VisitAusturland.

Áfangastaðaáætlun Austurlands 2022 – 2025 byggir á fyrri áætlun og áherslum frá árunum 2018-2021 og fylgir auk þess eftir áherslum svæðisskipulagsins. Áfangastaðaáætlunin er endurskoðið árlega.