Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044

Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 var staðfest af Skipulagsstofnun þann 12. október 2022. Það markar sameiginlega framtíðarsýn Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps fyrir landshlutann og er tilgangurinn að samstilla stefnu sveitarfélaganna á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar og tryggja þar með sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag.

#

Tilgangurinn svæðisskipulags Austurlands er að samstilla stefnu sveitarfélaganna á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar og tryggja þar með sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag.

Góð heimkynni

Á Austurlandi verða áfram góð heimkynni. Umhverfið, hið manngerða sem og náttúrulega, verður heilnæmt, vistvænt og öruggt. Það verður gott að búa á Austurlandi og eftirsóknarvert að sækja það heim.

Skoða nánar

Svæði sóknarfæra

Austurland eflist sem svæði sóknarfæra þar sem blómlegt atvinnulíf nýtir auðlindir Austurlands á sjálfbæran hátt í sátt við samfélagið og nýsköpun, þekking og rannsóknir verða æ styrkari grundvöllur atvinnusköpunar og framþróunar.

Skoða nánar

Sterkt samfélag

Á Austurlandi verður samheldið og fjölbreytt samfélag fólks sem hefur tækifæri til að nýta og þróa þekkingu sína, býr við örugga heilbrigðisþjónustu og heilsueflandi umhverfi.

Skoða nánar

Ævintýri líkast

Austurland verður áfram sem ævintýri líkast. Blómlegt menningarlíf og góðar aðstæður fyrir fjölbreyttar íþróttir og margskonar útivist gerir landshlutann að spennandi stað til að búa á, starfa í og heimsækja.

Skoða nánar